fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Hápunktur sjúklingsferilsins

Eyjan
Laugardaginn 5. október 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu 2-3 árin hafa dularfull veikindi gert mér lífið leitt. Nú liggur loksins greining fyrir eftir miklar rannsóknir. Mér var stungið inn í öll röntgenrör sem til voru í heilbrigðiskerfinu, blóð dregið og rannsakað og myndavéla-slöngum troðið inn í æðakerfið. Sýni voru tekin úr óaðgengilegum líffærum og rándýr meðferð loksins hafin.

Ég fór á minn gamla vinnustað Landspítalann á dögunum til að hitta lækninn. Á leiðinni upp á deildina hitti ég fyrir urmul af háleitum og glæsilegum hjúkkum og unglæknum með eld í augum. Sjálfur staulaðist ég eftir ganginum með stuðningi konu minnar og minntist gamalla tíma. Einu sinni hljóp ég léttilega um þetta sama hús með flaksandi hár og framtíðin var endalaus. Nú var ég kominn í annað hlutverk. Við settumst á biðstofuna og virtum fyrir okkur þetta heillandi spítalamannlíf sem sífellt endurnýjar sig.

Læknirinn tók okkur vel, skýrði út gang sjúkdómsins og meðferðina. Hann sagðist meira að segja hafa sagt sagt sjúkrasögu mína á nýlegri læknaráðstefnu í Stokkhólmi. Hugur minn fylltist óræðu stolti. Ég skildi að ég næði ekki lengra. Hátindur sjúklingsferilsins er að rata á „power point“ sýningu og vera viðfang á erlendu læknaþingi. „Tilfellið ég“ hafði vakið mikla athygli og margir varpað fram skemmtilegum spurningum. „Það vantaði bara eitt upp á þessa sjúkrasögu,“ sagði hann. „Það hefði verið skemmtilegra að geta klikkt út með niðurstöðum krufningar.“ Ég skildi hann vel og fann fyrir óljósri sektarkennd og dapurleika. Alla sjúklinga langar til að gera lækninum sínum til hæfis og mér fannst ég hafa brugðist. Eftir vandræðalega þögn tók konan mín af skarið og sagði: „Eigum við ekki að vera glöð yfir því að kallinn er enn þá lifandi og ókrufinn?“ Svona er stundum hægt að einfalda flókin mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
EyjanFastir pennar
11.07.2025

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
EyjanFastir pennar
11.07.2025

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
EyjanFastir pennar
04.07.2025

Nína Richter skrifar: Óvinir!

Nína Richter skrifar: Óvinir!
EyjanFastir pennar
02.07.2025

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu