fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Eldflaugum rignir yfir Ísraelsmenn í kjölfar innrásar þeirra í Líbanon

Pressan
Þriðjudaginn 1. október 2024 08:03

Frá Beirút í gærkvöldi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hizbollah-samtökin í Líbanon hafa látið eldflaugum rigna yfir íbúðabyggðir Ísraelsmanna við landamæri Líbanons eftir að Ísraelsher réðst inn í landið í gærkvöldi.

Hafa Hizbollah-samtökin einkum beint sjónum sínum að bæjunum Shtula og Metula í nótt sem eru við landamæri Líbanons, en talið er að ísraelskir hermenn haldi til þar. Þá hafa samtökin einnig skotið eldflaugum að hafnarborginni Haifa í norðurhluta Ísraels.

Ísraelsher sendi herlið inn fyrir landamæri suðurhluta Líbanons í gærkvöldi og þá voru gerðar loftárásir á höfuðborgina Beirút. Hizbolla-samtökin eru sögð hafa veitt harða mótspyrnu en Ísraelsher segir að aðgerðinni sé beint að „ákveðnum skotmörkum“.

Ísraelskir hermenn sem taka þátt í innrásinni tilheyra hinni svokölluðu 98. deild hersins sem er einskonar úrvalssveit hermanna. Voru umræddir hermenn kallaðir frá Gaza á dögunum. Ekki liggur fyrir hversu mikið mannfall varð í árásum næturinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn