fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Lokuð gönguleið laðar ofurhuga að sér – „Einhver mun slasast eða deyja“

Pressan
Fimmtudaginn 26. september 2024 04:01

Haiku-stiginn. Mynd:Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stiginn til himins“ var gerður af bandaríska hernum í síðari heimsstyrjöldinni en hann er á Hawaii. Allt frá því að hann var gerður hefur hann verið tilefni deilna. Honum hefur verið lokað og síðan opnaður á nýjan leik og aftur lokað og aftur opnaður og það margoft. En 2021 ákvað borgarstjórn Honolulu að láta fjarlægja stigann.

Ástæðan var að hann væri of hættulegur og að áhugi ferðamanna á honum væri íbúum til ama.

Í apríl á þessu ári var byrjað að fjarlægja stigann en það virðist hafa vakið meiri áhuga á honum en áður. CNN segir að á samfélagsmiðlum megi sjá þekkta einstaklinga, sem halda úti rásum á YouTube og Instagram, hunsa bannið og fara upp þau 4.000 þrep sem liggja upp á topp fjallsins.

Yfirvöld eru að vonum ekki ánægð með þetta og sagði Jason Redulla, yfirmaður björgunarmála á Hawaii, að það sýni sjálfselsku og algjört virðingarleysi að fólk fari upp Haiku-stigann eða Middle Ridge slóðann þar sem öll umferð sé bönnuð.

„Einhver mun slasast eða deyja,“ ef fólk virðir ekki bannið, er haft eftir honum í tilkynningu frá borgaryfirvöldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi