fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Komu að bílnum í tveggja metra djúpu vatni – Enginn grunur um ölvun eða ofsaakstur

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 25. september 2024 15:00

Slysið varð nálægt Skagaströnd í Austur Húnavatnssýslu. Mynd/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíll hjónanna sem lentu í slysinu í Fossá á Skaga í gær var í tveggja metra djúpu vatni þegar viðbragðsaðilar komu að. Ekki er grunur um ölvunarakstur eða hraðakstur í málinu.

Greint er frá þessu í South China Morning Post. Blaðið greindi einnig frá því að hjónin sem lentu í slysinu væru frá Hong Kong. Þau hefðu verið lögreglumenn. Eiginmaðurinn, sem var á fertugsaldri, lést í slysinu en konan slasaðist og var flutt til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri. Engar frekari fréttir hafa borist af líðan hennar.

Enginn annar bíll í slysinu

Segir í frétt blaðsins að hjónin hefðu verið að keyra eftir malarvegi og eiginmaðurinn var við stýrið. Hann hafi misst stjórnina á bílnum sem valt ofan í ánna. Enginn annar bíll var hluti af atburðarásinni.

Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn fundu þeir bílinn í tveggja metra djúpu vatni. Enginn hægðarleikur var því að ná fólkinu út úr bílnum.

Sjá einnig:

Hinn látni í slysinu á Fossá lögreglumaður frá Hong Kong – Eiginkona hans alvarlega slösuð

Haft er eftir lögreglunni að bílaleigubíllinn sem hjónin höfðu á leigu hafi verið nýr. Lögreglan hafi engan grun um að maðurinn hafi verið ölvaður við akstur eða þá að hann hafi keyrt of hratt. Hámarkshraði á veginum er 80 kílómetrar á klukkustund.

Votta fjölskyldunni samúð

Lögregluyfirvöld í Hong Kong hafa gefið út yfirlýsingu vegna málsins og vottað fjölskyldunni samúð. Greint er frá því hjá fréttamiðlinum Radio Television Hong Kong að lögreglan hafi boðist til að aðstoða fjölskylduna á hvaða hátt sem er. Þá hefur verið óskað eftir frekari upplýsingum um málið hjá sendiráði Kína á Íslandi.

„Deildin mun halda áfram að vera í sambandi við hlutaðeigandi aðila og fylgjast með framvindu þessa máls,“ segir í yfirlýsingunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Í gær

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax