fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Atlantshafið búið að gleypa þrjú hús við sömu götu á einni viku

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. september 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú hús við sömu götu í Outer Banks í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eru ónýt vegna ágangs sjávar síðustu daga.

Outer Banks er svæði undan austurströnd Bandaríkjanna sem samanstendur meðal annars af eyjum og sandrifjum.

Síðan á föstudag hafa þrjú hús hrunið í Atlantshafið en það þriðja eyðilagðist síðdegis í gær þegar undirstöður hússins gáfu sig. Síðan í febrúar hafa tíu hús á þessu svæði, G.A. Kohler Couyrt í Rodanthe, hrunið í sjóinn.

Veður á þessum slóðum hefur verið slæmt að undanförnu en þó er talið að loftslagsbreytingar á síðustu árum beri mesta ábyrgð á því hvernig fór. Sjór sé farinn að leita lengra upp á land en áður.

Bent er á það í umfjöllun New York Post að eitt þeirra húsa sem hrundi um helgina hafi eitt sinn verið í um hundrað metra fjarlægð frá sjónum. Á síðustu árum hafi sjórinn nálgast með hverju árinu sem líður og að undanförnu hafi þau verið umkringd sjó.

„Það var heill fótboltavöllur af strönd á bak við þessi hús þegar þau voru byggð,“ segir eigandi eins hússins í samtali við Post. „Fólk hefur spurt hvernig okkur datt í hug að byggja á þessum stað, en staðreyndin er sú að þetta var ekki svona,“ bætir eigandinn við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óseðjandi fíkn hans í viðurstyggilegt klám endaði með ólýsanlegum hryllingi

Óseðjandi fíkn hans í viðurstyggilegt klám endaði með ólýsanlegum hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrollvekjandi mál aftur í brennidepli: Fjölskyldurnar sitja eftir með óbærilega spurningu

Hrollvekjandi mál aftur í brennidepli: Fjölskyldurnar sitja eftir með óbærilega spurningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna