fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Hinn látni í slysinu á Fossá lögreglumaður frá Hong Kong – Eiginkona hans alvarlega slösuð

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 25. september 2024 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn erlendi ferðamaður sem lést í bílslysinu við Fossá, norðan við Skagaströnd, í gær var lögreglumaður frá Hong Kong. Farþeginn sem slasaðist alvarlega í slysinu var eiginkona hans, lögreglumaður hjá hafnarstjórn í borgarinnar.

Frá þessu er greint í kínverska miðlinum South China Morning Post.

Lögreglan á Norðurlandi vestra tilkynnti um alvarlegt slys við Fossá á Skaga á fjórða tímanum í gær. Viðbragðsaðilar væru að verki á staðnum og að veginum hefði verið lokað.

Seinna var greint frá því að bíll hefði oltið og hafnað utan vegar. Um klukkan 21 var greint frá því að um banaslys væri að ræða. Ökumaðurinn hefði látist en farþeginn verið fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Hinn látni væri á fertugsaldri.

Sjá einnig:

Lést í alvarlegu umferðarslysi við Fossá

Rannsóknarnefnd samgönguslysa kom á vettvang en rannsókn slyssins er í höndum lögreglu.

Samkvæmt South China Morning Post voru hjónin með bílinn á leigu. Frekari upplýsingar koma ekki fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér