fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. september 2024 20:48

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kveikur vakti í kvöld athygli á brostnum draumum erlendra verkamanna hér á landi.

Lettneski smiðurinn Sandris Slogis ræddi við Kveik og sagðist hafa komið til Íslands eftir meðmæli frá vinum sem dvöldu hér fyrir mörgum árum síðan. Hann komst í samband við starfsmannaleigu sem lofaði honum hálfri milljón á mánuði, eftir skatta. Þegar á hólminn var komið var þó ýmislegt dregið af launum hans svo hann endaði með 300 þúsund krónur á mánuði í mesta lagi.

„Draumur minn er brostinn,“ sagði Sandris sem segist hafa unnið í fjölda landa en hvergi haft jafn lítið milli handanna og á Íslandi. Í stað þess að senda pening heim þarf fjölskylda hans að senda honum pening hingað. Sandris segir marga í sömu stöðu jafnvel þurfa að grípa til þess að stela sér mat til að draga fram lífið.

Kveikur fjallaði fyrir sex árum um vinnumansal á Íslandi og misneytingu í tengslum við starfsmannaleigur. Málið vakti þá mikla umræðu en þó virðist lítið hafa breyst til batnaðar heldur þvert á móti er vandinn vaxandi.

Kveikur skoðaði launaseðil frá starfsmannaleigu hjá verkamanni sem hafði þann mánuðinn unnið 90 tíma í dagvinnu og tæpa 7 tíma í yfirvinnu. Þetta skilaði honum rúmum 252 þúsund krónum á launaseðli en heldur minna skilaði sér inn á bankareikninginn. Af starfsmanninum var dregin leiga, 77 þúsund krónur, 10 þúsund í bílaleigu, 53 þúsund fyrir flug og flugrútu. Útborguð laun voru því 33.748 kr.

Verkalýðshreyfingin greinir frá því að dæmi séu um að starfsmaður kom út í mínus og skuldaði því vinnuveitanda peninga um mánaðamótin. Í stað útborgunar fékk hann því kröfu inn á heimabanka.

Einn starfsmaður lýsti því að hafa unnið um 232 tíma einn mánuðinn en fengið fyrir það 347 þúsund krónur. Sá maður lýsti því að hafa aldrei lent í álíka framkomu, þrátt fyrir að vera fæddur í Sovétríkjunum og unnið í Lettlandi við þröngan kost á tíunda áratugnum.

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

Með umfjöllun Kveiks fylgja myndbönd sem sýna þær aðstæður sem starfsmönnum starfsmannaleiga er gert að búa við. Þar flæðir jafnvel vatn yfir gólf og aðstæður minna helst á metnaðarlítinn vinnuskúr. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir þetta minna á verbúðir.

Kveikur hafði undir höndum skilaboð sem starfsmannaleiga sendi nýlega til verktaka. Þar auglýsti leigan þjónustu sína á frábærum kjörum, en hægt væri að fá starfsmenn fyrir 3.900 krónur á tímann í dagvinnu og 4.900 krónur í yfirvinnu. Lágmarkstaxti í dagvinnu er 2.482 en svo eiga leigurnar eftir að gera upp launatengd gjöld og taka sér sína þóknun sem milliliður. Þetta sé því tilboð sem sé of gott til að vera satt ef til stendur að greiða verktökum sanngjörn laun.

Jón Sigurðsson, formaður Meistarafélags húsasmiða, lýsir miklum áhyggjum af starfsemi starfsmannaleiga enda skekki hún alla samkeppni á markaði, virði ekki löggildingu iðnaðarmanna og þar sem starfsmenn starfsmannaleiga séu fæstir faglærðir bitni þetta á gæðum verka.

Verkalýðshreyfingin segist langþreytt á því að bíða eftir að stjórnvöld grípi inn í þetta ástand. Það gangi ekki að hjólum atvinnulífsins hér á landi sé haldið gangandi með mannréttindabrotum. Aðfluttir verkamenn séu ekki verkfæri heldur fólk.

Nánar má kynna sér málið í ítarlegri umfjöllun Kveiks

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast