fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Lögreglumenn á Tenerife handteknir fyrir fjárdrátt og fjársvik gegn ferðamönnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. september 2024 11:30

Mynd: Guarida Civil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir reyndir lögreglumenn á Tenerife hafa verið handteknir í tengslum við misferli varðandi sektargreiðslur ferðamanna. Canarian Weekly greinir frá þessu.

Mennirnir eru sakaðir um að hafa stungið í eigin vasa fjölmörgum sektargreiðslum sem þeir innheimtu hjá ferðamönnum á eyjunni fyrir ýmis smáafbrot, t.d. umferðarlagabrot. Létu mennirnir ferðamennina greiða sektirnar í reiðufé en lögðu það ekki inn á opinbera reikninga heldur nýttu í eigin þágu.

Rannsókn lögreglu á atferli lögerglumannanna tveggja hófst fyrir fjórum mánuðum. Talið er að fjársvikin nái mörg ár aftur í tímann. Lögreglumennirnir eru báðir í gæsluvarðhaldi á Tenerife.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Svona voru afgreiðslustörf árið 1948 fyrir tíma alnetsins – Sjáðu myndbandið

Svona voru afgreiðslustörf árið 1948 fyrir tíma alnetsins – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“

Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“