fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Pressan

TikTok-stjarna lést eftir að hafa hlaupið hálfmaraþon í steikjandi hita

Pressan
Miðvikudaginn 11. september 2024 10:49

Caleb Graves.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vona innilega að ég komist í gegnum hlaupið á morgun,“ sagði hinn 35 ára gamli Caleb Graves í myndbandi á TikTok sem reyndist vera hans síðasta.

Caleb, sem var með um 20 þúsund fylgjendur á miðlinum, tók þátt í hálfmaraþoni við Disneyland í Kaliforníu á sunnudag en hann hneig niður stuttu eftir að hann kom í mark.

Hlaupið hófst snemma á sunnudagsmorgun í 37 stiga hita og varð Caleb tíðrætt um mikinn hita í aðdraganda hlaupsins. Hann var nokkuð vanur hlaupari og gríðarlegur áhugamaður um Disneyland eins og sjá má á TikTok-síðu hans sem var helguð þessum ævintýraheimi.

People greinir frá því að hann hafi komið í mark á um tveimur klukkustundum, en skömmu eftir að hann kom yfir endalínuna virtist hann kenna sér meins fyrir brjósti.

Áhorfanda tókst að grípa hann áður en hann féll í götuna og missti meðvitund. Þegar í ljós kom að hann væri kominn í hjartastopp hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað en þær báru ekki árangur. Var Caleb úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi um klukkustund síðar.

@calebgtravels Disneyland Halloween half mararhon is tomorrow and this heat got me looking crazy #disney #rundisney #disneyland #disneyparks #run ♬ original sound – Caleb

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro