fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Handvömm varð til þess að mál Alberts fór ekki á dagskrá Héraðsdóms

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. september 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var greint frá því að aðalmeðferð í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar færi fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun og föstudag. Vísir greindi fyrst frá málinu en athygli vakti að mál knattspyrnumannsins var hvergi að finna í dagskrá dómstólsins sem aðgengileg er á vef dómstólsins. Yfirleitt má finna öll mál á dagskrá dómstólsins en séu þau viðkvæm af einhverjum ástæðum, til að mynda ef um kynferðisbrot er að ræða, þá eru nöfn hlutaðeigandi yfirleitt afmáð.

DV sendi fyrirspurn til Héraðsdóms og spurði út í ástæðu þess að málið var ekki að finna á áðurnefndri dagskrá og hvaða reglur giltu um slíkt. Í skriflegu svari við fyrirspurninni segir Björn L. Bergsson, starfandi dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, að um handvömm hafi verið að ræða.

„Fyrir mistök sem áttu sér stað þegar verið var að bóka fyrirtökutíma málsins í málaskrárkerfi dómstólsins í ágúst láðist að standa þannig að verki að bókunin myndi birtast á vefsvæði dómstólsins. Þetta uppgötvaðist í gærmorgun og var án tafar bætt úr,“ skrifar Björn.

Málið er því komið á dagskrá dómstólsins á netinu en aðalmeðferðin hefst í fyrramálið. Albert er kominn til landsins frá Ítalíu og verður viðstaddur aðalmeðferðina.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“