fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fréttir

Kanadamaður í sjokki yfir verðlaginu á Íslandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. september 2024 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og Íslendingar vita líklega manna best er verðlag á matvöru hér á landi býsna hátt og myndu sumir segja að það væri út úr öllu korti.

Myndband sem Kanadamaður sem staddur er hér á landi birti á Tiktok (@samieldaniel) hefur vakið talsverða athygli en í myndbandinu fer hann í verslunarleiðangur í Bónus og furðar sig á háu vöruverði.

Tekur hann dæmi af eins kílóa heimilisbrauði sem kostar 409 krónur en í Kanada kosti sambærileg vara tvo kanadíska dollara, eða rétt rúmlega 200 krónur.

Einn kanadískur dollari jafngildir um 102 íslenskum krónum.

Hann heldur svo áfram leiðangri sínum um búðina og bendir til dæmis á verðið á kjúklingabringum, hrísgrjónum, sælgæti og Coca Cola.

Myndband Daniels er meðal annars búið að rata inn í Facebook-hópinn Vertu á verði – eftirlit með verðlagi þar sem það hefur vakið umtal. „Skil hann vel, verðlagið hér er hryllingur,“ segir ein í hópnum.

Myndbandið má sjá hér að neðan:

@samieldaniel Groceries are so expensive in Iceland! Just wanted to show you how it is compared to Canada! #fyp #foryou #iceland #groceryshopping ♬ Alex G – ⭐️

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á bensínstöð N1: Kinnbeinsbrotinn, marinn og bólginn

Sauð upp úr á bensínstöð N1: Kinnbeinsbrotinn, marinn og bólginn
Fréttir
Í gær

B5-ævintýri Sverris Einars endaði með 100 milljón króna gjaldþroti – Annað stóra gjaldþrotið á þessu ári

B5-ævintýri Sverris Einars endaði með 100 milljón króna gjaldþroti – Annað stóra gjaldþrotið á þessu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Írskir útvegsmenn og sjómenn vilja að ESB setji viðskiptaþvinganir á Ísland – „Stofninn kominn á ystu nöf“

Írskir útvegsmenn og sjómenn vilja að ESB setji viðskiptaþvinganir á Ísland – „Stofninn kominn á ystu nöf“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“