fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Maður með hníf hræddi börn á Ísafirði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. september 2024 12:16

Ísafjörður. Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum hefur sent frá sér tilkynningu vegna manns sem var með hníf á sér og var handtekinn á Ísafirði í gærmorgun. Segir í tikynningunni að grunnskólabörn hafi orðið hrædd við manninn.

Tilkynningin er svohljóðandi:

„Vegna fyrirspurna fjölmiðla þykir lögreglunni á Vestfjörðum rétt að upplýsa um að snemma í gærmorgun handtók lögreglan mann í almenningsgarði á Ísafirði. Sá virtist hafa legið sofandi á bekk í garðinum um nóttina. Þegar skólatími hófst í grunnskólanum hafði maðurinn vaknað og urðu nemendur hræddir við þennan einstakling. Maðurinn var með vasahníf á sér en skv. vitnum mun hann ekki hafa beinlínis ógnað nærstöddum með hnífnum en virtist þó vera í andlegu ójafnvægi.

Lögreglan kallaði lækni til að skoða og meta ástand mannsins og í kjölfarið var hann fluttur á viðeigandi heilbrigðisstofnun í Reykjavík. Starfsfólk grunnskólans brást hárrétt við með því að kalla eftir aðstoð lögreglu og hringja í Neyðarlínuna, 112. Enda um óvenjulegar aðstæður að ræða, maður í andlegu ójafnvægi. Alltaf gott að vera vel vakandi fyrir óvenjulegum aðstæðum og gæta varúðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“