fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Flugfarþegar lokuðu öskrandi barn inni á salerni til að „fræða“ það

Pressan
Þriðjudaginn 3. september 2024 07:00

Stúlkan var lokuð inni á salerni með tveimur konum. Mynd:Weibo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu eftir að flugvélin tók sig á loft frá Guiyang, sem er borg í miðhluta Kína, á leið sinni til Shanghai byrjaði lítil stúlka að gráta og öskra. Þetta fór í taugarnar á öðrum farþegum og á endanum fóru tvær konur með stúlkuna inn á salerni og héldu henni þar inni til að „fræða“ hana.

Önnur kvennanna, Gou Tingting, birti myndband á samfélagsmiðlinum Douyin (sem er hliðstæða TikTok) af sér með stúlkuna inni á salerni. Hún sagði að stúlkan hafi grátið hátt allt flugið og hafi sumir farþegar troðið pappír í eyru sér eða fært sig aftar í vélina til að komast hjá því að hlusta á grátinn.

Amma stúlkunnar leyfði Gou og annarri konu að fara með hana inn á salerni til að „fræða“ hana um af hverju grátur um borð í flugvél er ekki góður fyrir aðra farþega. Þær reyndu að hvetja hana til að gráta ekki í þrjár mínútur til að reyna að „koma á reglu“ og „leyfa öllum að hvílast vel“ sagði Gou á upptökunni.

„Ekki gráta! Haltu kjafti!“ heyrst sagt við stúlkuna á upptökunni sem og: „Þú færð ekki að fara fram ef það heyrist eitthvað í þér.“

Á meðan á þessu stóð var ömmunni ekki leyft að koma inn á salernið og beið hún við dyrnar að sögn kínversku fréttastofunnar Dayoo.

Myndbandið fór á mikið flug á kínverskum samfélagsmiðlum en þó ekki á þeim grunni sem Gou vonaðist kannski eftir því óhætt er að segja að flestir þeirra, sem tjáðu sig um málið, hafi verið mjög gagnrýnir á það sem hún gerði. Meðal annars var bent á að tveggja ára barn hafi lítinn skilning á umhverfi sínu og eigi erfitt með að hafa stjórn á tilfinningum sínum.

Talsmaður Juneyao flugfélagsins sagði að verið sé að rannsaka málið og meðal annars hafi verið rætt við móður stúlkunnar sem hafi „sýnt aðgerðum kvennanna“ skilning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn