fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Brynjar fékk boðskort í afmæli: Sendir 10 ára „afmælisbarninu“ ískalda kveðju á Facebook

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 14:38

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður, segir frá því á Facebook-síðu sinni að honum hafi verið boðið á tíu ára afmælishátíð Pírata í Reykjavík sem haldin verður í Tjarnarsal ráðhússins.

Brynjar hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir aðdáun sína á Pírötum og verður að teljast ólíklegt að hann mæti ef marka má skrif hans.

Hann segir að í fundarboðinu sé því haldið fram að Píratar í Reykjavík hafi verið í fararbroddi í að stuðla að gegnsæi, nýsköpun og lýðræði í samfélaginu. Þessu er Brynjar ekki sammála, raunar langt því frá.

„Eina augljósa arfleifð Pírata í Reykjavík er aðför að tjáningarfrelsinu. Andstæðar skoðanir er reynt að þagga niður og afgreiða sem falsfréttir, upplýsingaróreiðu eða öfga. Gengið svo langt að krefjast þess að fjölmiðlar þar sem reifuð eru andstæð sjónarmið skuli sviptir opinberum styrkjum. Þetta eru helstu afrek þeirra í þegar kemur að gegnsæi og lýðræði,“ segir Brynjar og heldur áfram:

„Vissulega eru þeir í fararbroddi í nýsköpun í fjármálaóreiðu, skipulagsslysum og myglu en þar með er það upptalið. En mesta afrek þeirra er að geta dregið Samfylkinguna og Viðreisn niður á sitt plan, bæði í borginni og landsmálum. Þeim er ekki alls varnað þegar kemur að því að hafa áhrif.“

Brynjar segir svo að tveir stjórnmálafræðingar muni á afmælishátíðinni kynna niðurstöðu rannsókna um stöðu Pírata á Íslandi.

„Efast ekki um að niðurstaða þeirra sé sú að Píratar hafi verið leiðandi í mannréttindum, lýðræði, nýsköpun og gegnsæi þótt enginn kannist við það. Eina sem fólk man er sundurlaus og óskiljanlegur málflutningur, iðjusemi við að grafa undan mikilvægum stofnunin ríkisins og tillögur þeirra um að allir iðjuleysingjar landsins fái framfærslu í nafni borgaralauna. Þetta er sennilega gagnslausasta stjórnmálaafl sem komið hefur fram og sennilega rétt hjá manninum sem sagðist ekki treysta þeim til að fara út í búð fyrir sig þótt þeir hefðu miða,“ segir Brynjar sem endar færsluna svo á þessum orðum:

„Þetta er afmæliskveðja til Pírata og rétt er að rifja upp að vinur er sá er til vamms segir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“