fbpx
Föstudagur 26.september 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Afhjúpun á íhaldsins nekt

Eyjan
Laugardaginn 24. ágúst 2024 13:30

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að taka undir með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra sem kvaðst í vikunni vera orðinn þreyttur á tuðinu í borgarstjórnarliði Sjálfstæðisflokksins sem hefur hagað sér eins og pólitísk viðundur sem þverskallast við jafnt almæltum tíðindum og almennri skynsemi. Bara til að vera á móti. En dagskipunin er að tregðast við og sýna þverúð. Barasta fara ekki úr fýlunni.

Og gildir einu þótt forystumenn flokksins og foringjar hans í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sjái eitt og sama ljósið í úrlausn umferðarvandans á suðvesturhorninu. Rétt eins og allir aðrir sem hafa kynnt sér þá miklu áskorun til hlítar. Nei. Það skal áfram setið við sinn keip. Eins og fýlugjarnir forréttindapésar sem kunna það eitt að sífra og væla, fái þeir ekki sínu framgengt.

En þetta er engin pólitík. Þetta er þvergirðingsháttur. Og liður í því að vera á móti einu og öllu af því að það er pólitískur ómöguleiki á að sætta sig við að vera í minnihluta, árum og áratugum saman, og sjá að samstaðan er jafn mikil innan meirihlutans og hún er vandfundin í þeirra eigin röðum.

„Með gildum rökum og þrautseigju hefur borgarfulltrúum meirihlutans tekist að ná pólitískri samstöðu ríkis og sveitarfélaga í þessum mikilvæga málaflokki.“

Á meðan blasir við stórsigur Framsóknarflokksins, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar í borgarstjórn. Með gildum rökum og þrautseigju hefur borgarfulltrúum meirihlutans tekist að ná pólitískri samstöðu ríkis og sveitarfélaga í þessum mikilvæga málaflokki. Þar standa allir saman sem einn maður. Og það er af því að jafnt Bjarni Benediktsson og Dagur B. Eggertsson vita að samþættar aðgerðir þar sem aukin áhersla verður lögð á fjölþættar almenningssamgöngur er eina leiðin út úr þeim ógöngum sem umferðarstíflan sýnir á suðvesturhorninu. Og það krefst kostnaðarsamra framkvæmda. Svo skiptir tugum milljarða. Jafnvel meira. Og þótt eðlilegt sé að efast um og gagnrýna þær tölur – og sýna nauðsynlegt og réttmætt aðhald í þeim efnum, þá er það út úr öllum vitrænum veruleika að láta sér ekki segjast og vilja einkabílnum áfram allt.

Sá kostur er beinlínis lífskjaraskerðing. Og ekkert minna en til frambúðar. Það merkir tveggja tíma hangs í einkabílum á hverjum einasta vinnudegi, fram og til baka, árið um kring. Á að giska fimmtán sólarhringar á ári inni í bíl. Og það felst í því hrein og klár mannfyrirlitning að vilja höfuðborgarbúum slíkt hlutskipti í ört vaxandi samfélagi.

Staðreyndir blasa við. Og þær ber að taka alvarlega. Á síðustu fimm árum hefur íbúum í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ fjölgað samtals um ríflega tuttugu þúsund og bifreiðum sem þeim mannfjölda fylgja um fimmtán þúsund. Það bætast með öðrum orðum nærri sjötíu bílar á viku við umferðarþungann á höfuðborgarsvæðinu.

Og það er dýrt spaug að haga sé eins og pólitískir kjánar frammi fyrir þessum ósköpum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
EyjanFastir pennar
24.08.2025

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum
EyjanFastir pennar
24.08.2025

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!