fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Stúdentar skilja ruslið eftir á götum úti – „Stúdentagarðar eru bara algjörlega skíta pleis“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 23. ágúst 2024 13:00

Ófögnuðurinn blasir víða við á stúdentagörðunum. Myndir/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegur subbuskapur stúdenta við Háskóla Íslands er til umræðu á samfélagsmiðlum. Rusl er skilið eftir á götu og því fleygt niður af svölum á stúdentagörðum.

Málið hefur verið til umræðu tvö skipti á stuttum tíma á samfélagsmiðlinum Reddit. Það er subbuskapur og rusl við stúdentagarðana, sunnan við háskólann.

„Það er rusl sem fýkur út um allt! Alveg nóg rými í ruslageymslunni en þið hendið þessu bara fyrir framan. Viljið þið hafa ykkar umhverfi svona?“ spyr einn netverjinn sem er greinilega misboðið. Birtir hann myndir af stórum haug af ruslapokum sem standa úti á götu. Einnig af flatbökuboxum sem liggja á víð og dreif um svæðið.

Áður hafði annar netverji birt myndir af stúdentagörðunum, það er við ruslageymslurnar þar sem rusl hafði verið skilið eftir úti á gangstétt.

Stútfullir og erfiðir móttakarar

Ruslið er einkum skilið eftir við svokallaða ruslamóttakara með djúpgámi. Gámarnir eru læstir og með rennuhlíf. Einn netverji segir í umræðum að þessir móttakarar séu illa hannaðir. Það er að gatið sé of lítið fyrir venjulegan ruslapoka. Einnig að opið sé hluti af hlífinni, það er að þegar verið sé að stinga poka í opið sé það á hreyfingu og hafi tilhneigingu til að lokast.

„Við sem Íslendingar virkilega skitum upp á bak þegar við settum upp læstar ruslatunnur staðinn fyrir að hafa þetta innandyra eða ólæst úti og ekki í svona litlum kössum sem fyllast strax upp,“ segir annar og ályktar að djúpgámarnir séu ekki nógu stórir því að oft sé ekki hægt að koma meira rusli fyrir í þeim. Eða þá að þeir séu tæmdir of sjaldan.

Henti ruslapoka ofan af svölunum

Einn netverji nefnir hræðilegan subbuskap nágranna síns þegar hann bjó á stúdentagörðunum. Það er nágranni sem bjó á hæðinni fyrir ofan og henti rusli beint ofan af svölunum.

„Alltaf eitthvað rusl í garðinum mínum eða sígarettu stubbar í plöntum mínum. Svo bara einn dag sit ég í stofunni og horfi út um gluggann og þá hafði þetta skítseiði hent troðfullum svörtum ruslapoka af svölunum og í garðinn minn,“ segir hann. „Svo líka fann ég alltaf snus og munntóbaks poka undir glugganum mínum. Stúdentagarðar eru bara algjörlega skíta pleis.“

Fleiri taka undir þetta um umgengni stúdenta. Þetta sé ekkert nýtt af nálinni. „Ótrúlegt að fólk sem stundar nám við æðstu menntastofnanir landsins hagi sér á þennan hátt,“ segir einn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns