

Flosi var með 1,1 milljón króna í mánaðarlaun auk þess sem hann fékk 35 milljónir króna í fjármagnstekjur á liðnu ári, eða tæpar þrjár milljónir á mánuði.
Hann vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hann reyndi fyrir sér í íslensku rappsenunni og vakti lag hans Hvað veist þú um það? töluverða athygli. Í því söng hann línur á borð við „Ég þarf ekki að borga skatt“ og „Er að græða fokking gróft, færi pening inn á bankabók“.
Ungur kvótaerfingi keyrir um á lúxusbifreiðum í nýju myndbandi – „Ég þarf ekki að borga skatt“
Það er ekki bara tónlistin sem á hug Flosa því hann er einnig öflugur golfari og var til dæmis valinn íþróttamaður Bolungarvíkur í fyrra.
Flosi er sonur útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar en Jakob er einn ríkasti maður landsins með rúmar 290 milljónir króna í fjármagnstekjur á árinu, samkvæmt lista Heimildarinnar. Þar að auki var hann með 2,2 milljóna króna mánaðarlaun. Jakob Valgeir er þrátt fyrir það aðeins í 76. sætinu á lista Heimildarinnar.
Í leiðara Ingibjargar kemur fram að nær allir undir þrítugu á hátekjulistanum eigi ríka foreldra. Bendir hún á að minnsta kosti átta af tíu yngstu einstaklingunum á listanum eigi foreldra sem eru tengdir sjávarútvegi þar sem arðurinn af auðlindinni rennur á milli kynslóða.
Ítarlega er fjallað um tekjuhæstu Íslendinganna í hátekjublaði Heimildarinnar.