fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Pressan

Segir að ótrúleg mistök hafi verið gerð þegar snekkjan sökk

Pressan
Föstudaginn 23. ágúst 2024 08:05

Hjónin Chris Morvillo og Neda eru í hópi þeirra sem létust. Þau eru á innfelldu myndinni fyrir framan David Lynch.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giovanni Costantino, forstjóri ítalska skipaframleiðandans Perini, segir að röð mistaka hafi leitt til þess að snekkjan Bayesian sökk skammt fyrir utan Sikiley í vikunni.

Sjö létust þegar snekkjan sökk, þar á meðal breski milljarðamæringurinn Mike Lynch. Lík hans og fimm annarra voru sótt úr flaki skipsins í gær en áður hafði lík kokksins um borð fundist. Enn á eftir að finna eitt lík en það er lík átján ára gamallar dóttur Mike.

Snekkjan var smíðuð árið 2008 og segir Costantino að röð mistaka hafi leitt til þess að snekkjan, sem átti að vera ósökkvanleg, sökk að morgni mánudags. Costantino segir að fyrstu mistökin hafi verið þau að búa snekkjuna ekki undir það mikla óveður sem búið var að spá.

Vitni segir að það hafi tekið snekkjuna aðeins um þrjár til fimm mínútur að sökkva og höfðu farþegar um borð afar lítinn tíma til að koma sér út. Alls voru 22 um borð og komust 15 um borð í björgunarbát.

Costantino segir við Reuters að skipstjórnendur hafi gert röð „ólýsanlegra og ófyrirgefanlegra“ mistaka þegar snekkjan sökk. Hann fór ekki nánar ofan í það hvað skipstjórnendur hefðu getað gert öðruvísi til að koma í veg fyrir slysið en Costantino segir að engu að síður sé um að ræða saknæm mistök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dældi skilaboðum yfir konu og hvatti hana til að fyrirfara sér svo hann gæti fylgst með

Dældi skilaboðum yfir konu og hvatti hana til að fyrirfara sér svo hann gæti fylgst með
Pressan
Í gær

Sendi skilaboð til Trumps áður en hann var tekinn af lífi

Sendi skilaboð til Trumps áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heyrir iPhone brátt sögunni til? – Yfirmaður Apple gaf það í skyn

Heyrir iPhone brátt sögunni til? – Yfirmaður Apple gaf það í skyn
Pressan
Fyrir 2 dögum

7 ára stúlka fannst í skáp – Hafði verið svelt – Leita nú að systur hennar sem hefur ekki sést síðan 2017

7 ára stúlka fannst í skáp – Hafði verið svelt – Leita nú að systur hennar sem hefur ekki sést síðan 2017
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hraðamyndavél náði mynd af óvenjulegu broti

Hraðamyndavél náði mynd af óvenjulegu broti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór út að skemmta sér – Vaknaði næsta dag nakinn, aleinn og búið að stela peningunum hans

Fór út að skemmta sér – Vaknaði næsta dag nakinn, aleinn og búið að stela peningunum hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fengu áfall þegar þau sneru heim úr þriggja vikna fríi og sáu manninn sem sat í sófanum

Fengu áfall þegar þau sneru heim úr þriggja vikna fríi og sáu manninn sem sat í sófanum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir fólk ekki eiga að hlusta á hann til að fá læknisfræðilega ráðgjöf

Segir fólk ekki eiga að hlusta á hann til að fá læknisfræðilega ráðgjöf