fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Ekki fjölskyldutengsl milli grunaða og hjónanna á Neskaupstað

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 19:01

Neskaupstadur Mynd: austurland.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldri hjón fundust látin í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. Um þrjúleytið var karlmaður handtekinn eftir mikinn viðbúnað lögreglu við Snorrabraut í Reykjavík.

Maðurinn tengist hjónunum ekki fjölskylduböndum, það staðfestir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Austurlandi við Vísi. 

Sjá einnig: Eldri hjón fundust látin í heimahúsi á Norðfirði – Einn handtekinn vegna málsins í Reykjavík

Karlmaðurinn liggur einn undir grun í málinu, enn á eftir að yfirheyra hann, en Kristján segir sterkar vísbendingar benda til þess að hann tengist málinu. Tengsl mannsins við hjónin er eitt af því sem sé til rannsóknar.

Lögreglan fékk tilkynningu frá íbúum sem voru farnir að undra sig á hjónunum.  „Við fáum tilkynningu rétt um klukkan hálf eitt í dag og í kjölfarið berast ábendingar um hver kunni að hafa verið að verki.“

Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að í dag kl. 12:35 barst lögreglu tilkynning um tvo einstaklinga látna í heimahúsi í Neskaupstað. Um íbúa í húsinu var að ræða, hjón á áttræðisaldri. Aðstæður á vettvangi bentu til saknæms athæfis.

Grunur beindist að einstaklingi sem síðar, eða um klukkan 14 í dag, var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar máls. Gert er ráð fyrir að gæsluvarðhalds verði krafist.

Vettvangsrannsókn stendur yfir og nýtur lögreglan þar aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og réttarmeinafræðings.

Við eftirgrennslan og handtöku grunaðs naut lögreglan á Austurlandi aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurlandi og Suðurnesjum, auk sérsveitar ríkislögreglustjóra og þyrlusveitar Landhelgisgæslu. Aðstoð var og veitt í kjölfar atburðar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“