fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Eldri hjón fundust látin í heimahúsi á Norðfirði – Einn handtekinn vegna málsins í Reykjavík

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi á Norðfirði. Tveir hafa verið úrskurðaðir látnir. Einn verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Ekki er grunur um að fleiri tengist málinu.

Ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu segir í tilkynningu frá lögreglu.

RÚV greinir frá að eldri hjón hafi fundist látin í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. Ekki hefur fengist staðfest hvernig andlát þeirra bar að, en samkvæmt heimildum fréttastofu tók maður bíl hjónanna í nótt.

Viðbúnaður var á Snorrabraut í Reykjavík, en lögregla lokaði umferð við Eiríksgötu á þriðja tímanum og stýrði aðgengi á svæðinu. Einn var handtekinn samkvæmt heimildum fréttastofu.

Hluti Strandgötu, sem liggur í gegnum Neskaupstað meðfram sjónum, var lokaður frá því upp úr klukkan eitt í dag. Þar hefur verið mikil aðgerð í gangi með fimm lögreglubílum og sjúkrabíl eins og segir á vef Austurfrétt. 

Sjá einnig: Í sjokki eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu við Snorrabraut – „Ég hélt hreinlega að þetta yrði mitt síðasta”

Hefurðu einhverjar frekari upplýsingar um málið? DV tekur við ábendingum á ritstjorn@dv.is. Fullum trúnaði heitið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjórinn fór offari þegar hann lét lóga tveimur hundum

Sveitarstjórinn fór offari þegar hann lét lóga tveimur hundum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“