fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Óhugnanlegt brot komið fyrir dóm – Lagði bílnum á óþekktum stað í Kópavogi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 12:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var þingfest mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem varðar kynferðisbrot í bíl í Kópavogi. Þinghald í málinu er lokað þar sem það er mjög viðkvæmt.

Meint brot átti sér stað mánudaginn 18. júlí árið 2022. Maður er sakaður um að hafa brotið gegn konu í bíl sem lagt var á óþekktum stað í Kópavogi. Er hann ákærður fyrir nauðgun og brot gegn kynferðislegri friðhelgi með því að hafa haft samræði við konuna án hennar samþykkis, þar sem hún lá sofandi eða meðvitundarlítil í aftursæti bílsins, og þannig notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna vímuáhrifa og svefndrunga.

Maðurinn er einnig sakaður um að hafa tekið brotið upp og útbúið myndskeið af samræðinu.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um greiðslu skaðabóta upp á 3,5 milljónir króna.

Búast má við að réttað verði í málinu og dómur kveðinn upp í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“
Fréttir
Í gær

Berglindi ofbauð framkoma karlmanns í Nettó – „Nei það var ekki verið að taka upp Fóstbræður“

Berglindi ofbauð framkoma karlmanns í Nettó – „Nei það var ekki verið að taka upp Fóstbræður“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni