fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Pressan
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hugum sumra sólarþyrstra ferðamanna er ef til vill ekkert meira pirrandi en að mæta snemma út á strönd eða í sundlaugargarðinn og sjá að búið er að leggja handklæði ofan á nær alla lausa bekki.

Bæjarstjórnir á fjölmörgum þekktum ferðamannastöðum á Spáni ákváðu fyrir skemmstu að skera upp herör gegn þessum ósið og er spænska lögreglan nú farin að leggja hald á strandstóla, sólhlífar og hvað eina sem ferðamenn koma fyrir snemma morguns eða jafnvel kvöldið áður.

Vilji ferðamennirnir endurheimta þessi verðmæti sín þurfa þeir að nálgast þau á næstu lögreglustöð og borga upphæð sem samsvarar um 30 þúsund krónum. Hefur þessi breyting þegar öðlast gildi á MallorcaIbizaMalaga og á Kanaríeyjum svo dæmi séu tekin.

Töluvert hefur verið rætt um ágang ferðamanna á Spáni og vilja sumir meina að þessi mikli fjöldi hafi hækkað fasteignaverð upp úr öllu valdi. Ferðamenn eru því ekki þeir vinsælustu í landinu þessi misserin, að minnsta kosti hjá ákveðnum hópi heimanna.

Á samfélagsmiðlum hafa birst myndir af lögreglumönnum framfylgja þessu banni sem tekur aðeins til opinberra staða eins og strandstaða. Á myndum má sjá lögreglumenn fjarlægja bekki, handklæði og sólhlífar svo dæmi séu tekin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði