fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Pressan

Náman gæti verið lykillinn að öruggari Evrópu – Nú mótmæla mörg þúsund manns henni

Pressan
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 18:00

Liþíum. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg þúsund manns tóku þátt í mótmælum á götum Belgrad í Serbíu um helgina. Fólkið var að mótmæla fyrirhugaðri námuvinnslu en verkefnið getur haft afgerandi þýðingu fyrir öryggi Evrópu í framtíðinni.

BBC segir að mikill fjöldi hafi tekið þátt í mótmælunum og hafi meðal annars haldið á spjöldum sem á stóð: „Við viljum ekki gefa Serbíu“ og „Rio Tinto, hunskist frá Serbíu“.

Í júlí var aftur hafist handa við námuvinnslu í námu í Jadar í austurhluta landsins en námunni var lokað 2022. Það er liþíum sem er sóst eftir í námunni en mótmælendur óttast að námuvinnslan muni hafa alvarlega umhverfisáhrif.

NPR segir að serbneska ríkisstjórnin standi fast á því að náman sé mikilvæg út frá efnahagslegu sjónarhorni.

Jótlandspósturinn hefur eftir Brian Vad Mathiesen, prófessor í orkuskipulagningu við Álaborgarháskóla, að námuvinnslan geti haft afgerandi þýðingu fyrir evrópsk öryggismál.

Liþíumið í Jadar uppgötvaðist 2004 en þetta er einn stærsti liþíumforðinn í Evrópu.

Í upphafi fékk ástralska námufélagið Rio Tinto heimild til að vinna liþíumið úr jörðu en leyfið var afturkallað 2022 í kjölfar mikilla mótmæla umhverfisverndarsinna í Serbíu að sögn BBC.

En eins og áður sagði, þá var námuvinnsla sett í gang á nýjan leik í júlí í kjölfar dómsniðurstöðu um að ákvörðunin um að afturkalla leyfið til Rio Tinto sé ekki „í takt við stjórnarskrána og lög“. The Guardian skýrir frá þessu.

En ákvörðuninni hefur verið illa tekið í Serbíu því margir óttast að námuvinnslan geti orðið til þess að vatnsból mengist og að lýðheilsu verði ógnað.

Liþíum er mjög mikilvægt efni en það er aðallega notað í rafhlöður rafbíla og þörfin fyrir efnið fer bara vaxandi. Reiknað er með að þörfin fjórfaldist þar til í byrjun næsta áratugar en þá gæti farið að draga úr henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Saka á sér draum
Pressan
Í gær

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mike Tyson blandar sér í umræðuna um hvort 100 karlar myndu ráða við eina górillu

Mike Tyson blandar sér í umræðuna um hvort 100 karlar myndu ráða við eina górillu
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum