fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Nauðguðu 17 ára norskri stúlku: Borguðu bætur og sluppu við ákæru

Nauðguðu stúlkunni á bar í Króatíu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 8. febrúar 2016 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír ástralskir karlmenn hafa játað að hafa nauðgað sautján ára norskri stúlku á bar í borginni Split í Króatíu. Þó að mennirnir hafi játað að hafa nauðgað stúlkunni verða engin réttarhöld í málinu. Lögmenn mannanna komust að samkomulagi við saksóknara um að greiða stúlkunni bætur, tæpar fjórar milljónir króna, gegn því að fallið yrði frá ákæru.

Atvikið átti sér stað þann 16. júlí í Split í fyrrasumar, en stúlkan hafði kynnst mönnunum fyrr um daginn á ströndinni. Um kvöldið fóru þau út að skemmta sér og á bar í borginni reyndu mennirnir að nauðga henni. Meðal sönnunargagna í málinu var sæði úr öllum mönnunum sem fannst á fötum stúlkunnar.

Vegabréf mannanna voru tekin af þeim þegar málið kom upp, en mennirnir sem um ræðir heita Dylan Djohan, 23 ára, Ashwin Kumar, 23 ára og Waleed Latif, 21 árs. Þeir hafa dvalið í Króatíu undanfarna sjö mánuði meðan beðið var réttarhalda en nú eru mennirnir komnir aftur til Ástralíu eftir að samkomulag náðist.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að einn mannanna Dylan Djohan hafi tilkynnt á Facebook þann 3. febrúar síðastliðinn að hann væri væntanlegur aftur til Ástralíu. Ýjaði hann að því að hann ætlaði sér að komast í hinn svonefnda háloftaklúbb með flugfreyju á leið sinni heim. Á mynd af sér sem tekin var í Dubrovnik sagði hann að tilgangur hans í lífinu væri að „sænga hjá fallegum konum“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum