fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Kamala Harris fær stuðning úr óvæntri átt

Eyjan
Föstudaginn 9. ágúst 2024 18:30

Kamala Harris

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum í nóvember þykir hafa farið vel af stað í kosningabaráttunni og hefur unnið upp það forskot sem Donald Trump frambjóðandi Repúblikana hafði á Joe Biden forseta, áður en hann dró sig í hlé, í skoðanakönnunum. Hún hefur nú fengið stuðning úr nokkuð óvæntri átt en á stærstu ráðstefnu tölvuhakkara í heimi, DEF CON, sem fram fór í gær var haldinn sérstakur viðburður þar sem um 15o hakkarar komu saman og lýstu yfir stuðningi við framboð Harris og þar að auki var fé safnað til styrktar kosningabaráttu hennar.

DEF CON og viðburðurinn, sem fékk heitið Hakkarar fyrir Harris, fóru fram í Las Vegas. Tveir fyrrum embættismenn Biden-stjórnarinnar á sviði netöryggismála, Kemba Walden og Jake Braun, stóðu fyrir viðburðinum en þeir minntu viðstadda á að meðan Harris var öldungardeildarþingmaður hafi fáir þingmenn þeirrar deildar beitt sér meira á sviði netöryggismála. Alls var safnað áheitum upp á 150.000 dollara (20,7 milljónir íslenskra króna.

Walden segir að á síðasta ári hafi hópi tölvuhakkara verið boðið í Hvíta húsið en það hafi verið liður í aðgerðum Biden-stjórnarinnar í netöryggismálum. Hún fullyrðir að þetta samfélag hakkara sé spennt fyrir framboði Kamala Harris en sé almennt ekkert sérstaklega áhugasamt um stjórnmál.

Aldrei hefur svo miklu fé verið safnað fyrir forsetaframbjóðanda á DEF CON.

Það er NBC sem fjallar um þetta mál en í umfjölluninni kemur fram að þessi stuðningur hakkara við Harris standi andspænis stuðningi rafmyntageirans við Donald Trump og hans framboð. Trump hafði áður gagnrýnt rafmyntir en sneri afstöðu sinni við í ræðu á stærstu Bitcoin-ráðstefnu heims sem fram fór í síðasta mánuði að viðstöddum mörgum áhrifamiklum aðilum í Repúblikanaflokknum og áhrifamönnum í hreyfingu bandarískra íhaldsmanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna