fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Þorvaldur reiknar með að atburðarásin næstu daga verði svona

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. ágúst 2024 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, á von á því að eldgos hefjist á Reykjanesskaganum á næstu dögum. Þetta segir Þorvaldur í samtali við Morgunblaðið í dag.

Talað hefur verið um það í nokkra daga að gos geti hafist á hverri stundu en svipað magn kviku eftir safnast undir Svartsengi og þegar síðast gaus á svæðinu.

En hvernig verður atburðarásin að þessu sinni?

Þorvaldur svarar því til í samtali við Morgunblaðið að hann reikni með að næsta gos verði mjög sambærilegt þeim síðustu.

„Það byrj­ar kannski með ein­hverj­um lát­um en dett­ur síðan fljótt niður,“ seg­ir Þor­val­dur sem á von á því að gosið komi upp á svipuðum slóðum og síðast, á svæðinu við Stóra-Skógfell.

Hann telur afar ólíklegt að gosið byrji inni í Grindavík en vissulega geti hraun runnið í átt að bænum og farið yfir varnargarða. „Það get­ur líka gerst eins og gerðist 14. janú­ar að syðsti endi sprung­unn­ar nái það langt að hann fari í gegn­um varn­argarðana og síðan renni kvika eft­ir grunn­um sprung­um og komi kannski upp aðeins neðar,“ seg­ir Þor­vald­ur við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins