fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Farþegaþota bilaði nálægt Íslandi – Neyðarlending í Dublin

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 16:30

Flugvélin var komin mjög nálægt Íslandi en var samt snúið til Dublin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegaþotu sem var á flugi nálægt Íslandi var snúið við í snatri í dag þegar upp komst um bilun. Var henni lent í Dublin og voru slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar til taks.

Flugvélin er í eigu bandaríska flugfélagsins United Airlines. Tók hún af stað frá Edinborgarflugvelli á tólfta tímanum að staðartíma í dag eftir seinkað flugtak. Vélinni átti að fljúga beint til bandarísku borgarinnar Chicago.

Eins og segir í frétt breska blaðsins Daily Record tók flugvélin U-beygju þegar upp komst um bilunina, nálægt Íslandi. Í stað þess að lenda á Keflavíkurflugvelli var ákveðið að lenda í Dublin í Írlandi, þrátt fyrir að vegalengdin þangað væri mun lengri.

Tveir slökkviliðsbílar voru kallaðir út á flugvöllinn sem og aðrir viðbragðsaðilar ef eitthvað skyldi koma upp á í lendingu. Sem betur fer reyndi ekki á viðbragðsaðilana.

Bilunin tengdist ljósabúnaði vélarinnar og stjórnkerfi flugmannanna. Fluginu var aflýst og önnur flug fundin fyrir farþegana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu