fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Pedro fékk þungan dóm – Svart, gúmmíkennt efni í ferðatöskunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. ágúst 2024 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og fimm ára gamall maður, Pedro Henrique De Souza, hefur verið sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, en Pedro flutti hingað til lands 5.650 g af kókaíni með styrkleika 35-39%.

Pedro kom með flugi hingað til lands laugardaginn 9. mars. Við athugun á farangri hans kom í ljós að í ferðatöskunni hans var önnur ferðataska. Kom í ljós að svart gúmmíkennt efni var falið í báðum töskunum, í botni þeirra og hliðum, blanda af gúmmí, koffíni og kókaíni. Var það niðurstaða rannsóknarstofu Háskóla Íslands eftir rannsókn á efnunum að vinna mætti 5.650 g af kókaíni úr þeim.

Pedró játaði fyrir dómi að hafa flutt efnin til landsins en taldi að magnið hefði verið miklu minna, eða um 2,5 kg.

Pedró sagði að sér og fjölskyldu hans hefði verið hótað og hafi hann neyðst til að flytja efnin til landsins. Athugun hefur leitt í ljós að hann á ekki sakaferil að baki.

En magn efnanna er mikið og var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness að dæma hann í 3 ára fangelsisvist.

Dóminn, sem kveðinn var upp 12. júlí, má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk vægan dóm fyrir að kaupa vændi og misþyrma vændiskonunni

Fékk vægan dóm fyrir að kaupa vændi og misþyrma vændiskonunni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Í gær

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Í gær

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar
Fréttir
Í gær

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið