fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Eyjan

Lekin hljóðupptaka afhjúpar hvað Repúblikönum finnst um Kamala Harris

Eyjan
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 08:00

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Joe Biden tilkynnti að hann væri hættur við að bjóða sig fram til forseta á nýjan leik og lýsti yfir stuðningi við varaforseta sinn, Kamala Harris, hefur ekki skort á niðrandi ummæli um Harris frá Repúblikönum.

Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún tilkynnti opinberlega að hún sækist eftir að hljóta útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi, ýttu Repúblikanar áróðursherferð sinni gegn henni úr vör með myndbandi. Í því var hún kölluð „róni“ og „misheppnaður varaforseti“.

En í nýrri hljóðupptöku, sem var lekið til Washington Post, má heyra hvað Repúblikönum finnst í raun og veru um Harris.

Á upptökunni ræðir JD Vance, varaforsetaefni Trump, við hóp stuðningsmanna, sem styrkja Repúblikana fjárhagslega, um þróun mála.

„Þetta var óvænt pólitískt högg sem hæfði okkur öll,“ sagði hann að sögn Washington Post.

Á upptökunni heyrst hann segja að Harris sé ekki með „eins mörg lík í farteskinu og Biden“ og að „augljóst sé að hún glími ekki við hlutina á sama hátt og Biden“. Þetta veldur Repúblikönum margvíslegum vanda sagði hann síðan.

Þetta er ekki í samræmi við það sem Vance hefur sagt á opinberum vettvangi. Má þar nefna að daginn eftir að Biden tilkynnti að hann dragi sig í hlé, sagði Vance að „þetta breyti engu“ hvað varðar sigurmöguleika Repúblikana eða fyrir kosningabaráttu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump