fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Þyngdarafl jarðarinnar skaut loftsteini á stærð við pýramída af braut þegar hann kom mjög nálægt

Pressan
Laugardaginn 3. ágúst 2024 12:00

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seint í júní þaut loftsteinninn 2024 MK, sem er á stærð við pýramída, nærri jörðinni. Nýjar myndir frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA sýna að braut loftsteinsins er mikið breytt eftir þetta framhjáflug og er það vegna áhrifa þyngdaraflssviðs jarðarinnar.

Loftsteinninn, sem er stærri en Pýramídinn mikli í Giza í Egyptalandi, þaut á milli jarðarinnar og tunglsins á rúmlega 34.000 km/klst. Vísindamenn fengu þarna tækifæri til að taka myndir af honum og sýndu þær að loftsteinninn breytti aðeins um braut eftir að hafa komist í snertingu við þyngdaraflssvið jarðarinnar. Þetta þýðir að braut hans um sólina er breytt að eilífu.

Loftsteinninn er 150 metrar í þvermál og því nægilega stór til að gjöreyða stórborg ef svo illa myndi vilja til að hann lenti í árekstri við jörðina.

Hann uppgötvaðist ekki fyrr en 16. júní síðastliðinn. Aðeins 13 dögum síðar fór hann framhjá jörðinni í aðeins 295.000 km fjarlægð sem er ekki mikið á mælikvarða alheimsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“