fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Stal fötum af ferðamanni og klæddi sig í þau

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 29. júlí 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem grunaður er um samtals 12 afbrot.

Brotin eru býsna skrautleg, sum hver. Þannig er maðurinn grunaður um að hafa stolið fyrr í sumar buxum, skóm og veski af ferðamanni sem lá í rúmi sínu á hosteli. Var hann klæddur í þessi föt þegar lögregla hafði afskipti af honum vegna annars máls sama dag.

Hann er einnig grunaður um húsbrot og eignaspjöll með því að hafa ruðst heimildarlaust inn í skip sem lá við höfn og skemmt þar neyðarbauju.

Hann er ennfremur kærður fyrir að hafa spennt upp glugga og ruðst heimildarlaust innn í hús. Fannst hann síðar sama kvöld og var þá klæddur í skó af húsráðanda og með þýfi úr innbrotinu í fórum sínum.

Hann er grunaður um mörg sambærileg brot og auk þess eina hættulega líkamsárás.

Gæsluvarðhalds er krafist á þeirri forsendu að mikil hætta sé á því að maðurinn haldi áfram að brjóta af sér ef hann gengur laus. Hafa bæði héraðsdómur og Landsréttur fallist á þau rök.

Skal maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi til 9. ágúst.

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út