fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Níu ára drengur sullaði tei yfir sig – Urðu að öryggislenda farþegaflugvél í kjölfarið

Pressan
Mánudaginn 29. júlí 2024 06:30

Ryanair lætur finna fyrir sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf ánægjan ein að sitja í flugvél sem mörg börn eru í. Þau eiga það til að sparka í sætin fyrir framan sig (auðvitað er það foreldravandamál því það er lágmarks kurteisi að foreldrar sjái til þess að börn þeirra hegði sér ekki svona), þau gráta, eru óvær og trufla stundum á ýmsan hátt. En það er sem betur fer ekki oft sem barn veldur því að flugmenn neyðist til að öryggislenda flugvél.

Það gerðist þó í síðustu viku þegar flugmenn vélar frá Ryanair neyddust til að öryggislenda í Þýskalandi þegar vélin var á leið frá Lundúnum til Ítalíu.

Ástæðan var að níu ára drengur sullaði tei yfir sig. Það var sjóðandi heitt og hlaut drengurinn nokkur þriðja stigs brunasár að mati læknis sem var um borð í vélinni.

Þótti ekki annað þorandi en að öryggislenda til að koma drengnum á sjúkrahús sem fyrst. Mirror segir að því hafi verið lent á þýskum flugvelli þar sem sjúkraþyrla beið til að flytja drenginn beint á sjúkrahús.

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að það var drengnum einum að kenna að teið sullaðist yfir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi