fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. júlí 2024 16:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá í júnímánuði að Magnús Ingi Jensson, sem stefnir á að gangast undir nýrnaígræðslu, þurfi að greiða allan kostnað af dýrum bóluefnum vegna bólusetninga sem eru skilyrði þess að hann komist á biðlista fyrir nýrnaþega. Kostnaðurinn vegna þessa fór á stuttum tíma upp í 100 þúsund krónur.

Sjá einnig: Þarf að gangast undir nýrnaígræðslu en fær ekki bóluefni niðurgreidd hjá Sjúkratryggingum – „Mér finnst þetta vera ómannlegt“

Sjúkratryggingar Íslands hafa nú greint frá því að þessu sé búið að breyta og stofnunin endurgreiði nú allan bólusetningarkostnað vegna líffæraskipta. Í fréttatilkynningu um þetta segir:

„Sjúkratryggingar hafa gert samning við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg en sjúkrahúsið er aðili að samtökum um líffæraskipti sem kallast Scanditransplant. Við skoðun málsins kom í ljós að fyrir nokkru síðan herti Scanditransplant skilyrði sín gagnvart þeim sem eru á biðlista fyrir líffæri með því að gera kröfu um tilteknar bólusetningar. Þar sem um er að ræða skilyrði fyrir því að fá aðgerðina munu Sjúkratryggingar endurgreiða kostnað sjúklinga við bólusetningarnar. Greiðslur munu berast viðkomandi á næstu dögum og ekki er þörf á að sækja um endurgreiðslu. Varðandi þá sem eiga eftir að fá bólusetningar þá munu Sjúkratryggingar samþykkja umsóknir frá Landspítala um lyfjaskírteini og gilda þá almennar reglur um greiðsluþátttöku í lyfjum. Í framhaldinu munu Sjúkratryggingar ræða verklag vegna þessara bólusetninga við Landspítala sem ber ábyrgð á undirbúningi sjúklinga fyrir líffæraskipti.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf