fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. júlí 2024 09:15

Barnaverndarstofa annast stjórnsýslu á því sviði sem barnaverndarlög ná tilLjósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar gæti hafa haft þau áhrif að fjölgun hafi orðið á ofbeldistilfellum meðal barna hérlendis, sem og utan landsteinanna. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Ólöfu Ástu Farestveit, forstjóra Barna- og fjölskyldustofu.

„Við höfðum gríðarleg­ar áhyggj­ur af því að börn yrðu ein­angruð heima þar sem of­beldi og drykkja inn­an heim­ila jókst,“ seg­ir Ólöf í umfjöllun blaðsins. Börn sem voru á aldrinum tíu til tólf ára þegar samkomutakmörkunum var komið á eru nú kannski á þeim stað að þau upplifa reiði og vanlíðan sem hefur magnast með árunum og brýst út í ofbeldishegðun unglinga, mögulega vena áfalla sem þau upplifðu heima á tímum faraldursins. Engar rannsóknir eru þó til sem styðji þetta en þetta sé umræða meðal þeirra sem starfa í geiranum.

Tilefni umfjöllunarinnar er tilkynning á vef Barna- og fjölskyldustofu þar sem farið er yfir tölfræði fyrstu þriggja mánaða ársins. Þar kemur fram að tilkynningum til barnaverndarþjónustu fjölgaði um 16,7% á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við sama tímabið árið á undan. Mest varð fjölgunin í Reykjavík, 20,3% þó tilkynningum hafi líka fjölgað á landsvísu.

Flestar tilkynningar berast vegna vanrækslu, sem eru 40,4% allra tilkynninga en áhættuhegðun ungmenna er næstalgengasta ástæða tilkynninga eða 33,9% en mikil hækkun er í þessum flokki. Þar er gríðarleg fjölgun í einum undirflokki sem eru tilkynningar vegna vímuefnaneyslu barna, sem hækka um 118,9% milli ára, sem er áhyggjuefni.

Nánar er fjallað um málið á vef Barna- og fjölskyldustofu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf