fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Krispy Kreme kleinuhringirnir sáust aftur á Íslandi – Nú í Costco

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 12:30

Netverjar segjast hafa séð hið gljáða góðgæti í Costco í Garðabæ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netverjar víða um heim, meðal annars á Íslandi, hafa sagst hafa séð að Krispy Kreme kleinuhringir séu nú til sölu í stórversluninni Costco. Krispy Kreme kleinuhringir voru seldir hér um nokkurra ára skeið í sérstökum verslunum.

Netverjar á Reddit greina frá því að hafa séð hina gljáðu kleinuhringi selda í stórum pakningum, fimmtán saman í boxi. Kleinuhringina er svo hægt að hita upp í ofni.

Hafa slíkar pakningar af kleinuhringjum sést í verslunum Costco í Bandaríkjunum, Kanada og á Íslandi. En Costco er starfrækt á mörgum öðrum stöðum í heiminum.

Í frétt Men´Journal um málið kemur fram að Costco hafi gefið út neina tilkynningu um kleinuhringina og ekki svarað spurningum um málið.

Krisy Kreme verslanir voru starfræktar á Íslandi árin 2016 til 2019. Greint var frá því að 18 þúsund kleinuhringir hafi verið seldir fyrsta daginn í versluninni í Smáralind.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

32 meintir útsendarar Rússa í haldi pólsku lögreglunnar

32 meintir útsendarar Rússa í haldi pólsku lögreglunnar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Friðrik tætir í sig frétt Morgunblaðsins um atvinnuleysi – „Fyrrum verkalýðsleiðtoginn í mér gat ekki orða bundist“

Friðrik tætir í sig frétt Morgunblaðsins um atvinnuleysi – „Fyrrum verkalýðsleiðtoginn í mér gat ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði
Fréttir
Í gær

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“
Fréttir
Í gær

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt