fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. júlí 2024 13:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn hlutu báðir skilorðsbunda fangelsisdóma í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Játuðu þeir sök sína í máli sem snerist um að þeir hafi skilið skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF í sjávarháska eftir að hafa siglt á bátinn.

Skipstjórinn, Eduard Dektyarev, hlaut 12 mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm en hann var bæði drukkinn og undir áhrifum fíkniefna þegar áreksturinn átti sér stað. Stýrimaðurinn, Alexander Vasilyev hlaut átta mánaða skilorðsbundinn dóm. Saksóknari hafði farið fram á þessa refsingu skipstjórans en krafist þess að stýrimaðurinn yrði dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Þá þurfa mennirnir að greiða samtals 2,5 milljónir króna í sakarkostnað. Dektyarev um 1,3 milljónir en Vasilyev rúmlega 1,2 milljónir.

Fram hefur komið að Vasilyev áttaði sig á árekstrinum og lét Dektyarev skipstjórann vita. Hann fyrirskipaði stýrimanninum að halda áfram för fraktskipsins. Voru þeir báðir ákærðir fyrir að hafa stofnað lífi skipstjóra Höddu í hættu á ófyrirleitinn hátt sem og broti á siglingalögum.

Athygli vekur að það tók innan við 2 mánuði að rannsaka, ákæra og dæma í málinu

Hér má lesa dóm Héraðsdóms Reykjaness.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu