fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Pressan
Laugardaginn 13. júlí 2024 17:30

Jörðin séð frá Apollo 17. Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstaða nýrrar rannsóknar staðfestir að frá 2010 hefur innri kjarni jarðarinnar snúist hægar en áður. Þessi dularfulla „afturför“ gæti að lokum breytt snúningshraða jarðarinnar og þar með lengt sólarhringinn.

Innri kjarninn er á stærð við tunglið og samanstendur af járni og nikkel á 4.800 km dýpi. Í kringum innri kjarnann er ytri kjarninn sem er mjög heitt lag af bráðnuðum málmum. Þrátt fyrir að öll jörðin snúist þá snýst innri kjarninn á aðeins öðrum hraða en möttullinn og jarðskorpan.

Frá því að vísindamenn byrjuðu að kortleggja neðri lög jarðarinnar með nákvæmum jarðskjálftaskráningum fyrir 40 árum, þá hefur innri kjarninn snúist aðeins hægar en möttullinn og jarðskorpan.

En í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature, kemur fram að frá 2010 hafi innri kjarninn verið að hægja á sér.

Ef þessi þróun heldur áfram getur aðdráttarafl innri kjarnans valdið því að ytri lögin fari að snúast aðeins hægar og það myndi breyta lengd sólarhringsins.

En það er óþarfi að hafa áhyggjur af því, því þessi breyting yrði aðeins mæld í þúsundasta hluta úr sekúndu og erfitt að sjá að nokkur myndi taka eftir því. Það verður því engin þörf á að endurstilla klukkurnar okkar eða dagatöl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 4 dögum

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar