fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Lögregla varar við stórárás á Íslendinga – „Undirbúningur glæpamannanna er vandaður“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar landsmenn við netárásum og vefveiða sem lögregla og aðrir sem fylgjast með netárásum hafa orðið varir við að undanförnu.

Lögregla segir frá þessu á Facebook-síðu sinni og bendir á að þrjótarnir noti meðal annars falska síðu sem líkir eftir fréttavefnum mbl.is.

„Undirbúningur glæpamannanna er vandaður. Þeir byrja með auglýsingum á Facebook þar sem þeir hafa stolið myndum af þekktum Íslendingum. Tilgangurinn er að veiða fólk inn í falska fjárfestinga svikamyllu og þannig stela af fólki peningum,“ segir lögregla og birtir skjáskot af umræddum auglýsingum.

„Ef þið sjáið einhverja af þremur eftirfarandi auglýsingum, þá eru þær svindl. Best er að tilkynna þær til Facebook sem svindl en að öðrum kosti hunsa þær alveg. Ef þið klikkið á þær þá farið þið á falska síðu sem líkir eftir mbl.is en er það alls ekki og þaðan er verið að reyna að tæla ykkur yfir á svikasíður sem líkja eftir fjárfestingasíðum en hafa þann eina tilgang að svíkja af fólki peninga, engin raunveruleg fjárfesting á sér stað.“

Lögregla segir að þessi glæpahópur hafi útbúið mikinn fjölda af þessu auglýsingum og jafnframt sett upp fjölda af netsíðum til að styðja við glæpinn. Umfangið bendir til þess að þarna sé vel skipulagður hópur glæpamanna að baki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“