fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Engar vísbendingar um ámælisverða háttsemi lögreglu gagnvart mótmælendum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. júní 2024 19:00

Lögreglumenn að störfum. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu uppi vísbendingar um hugsanlega refsiverða eða ámælisverða háttsemi lögreglumanna vegna viðbragða við mótmælum þann 31. maí síðastliðinn.

Telur nefndin, sem skipuð er lögmönnunum Skúla Þór Gunnsteinssyni, Þorbjörgu Ingu Jónsdóttur og Kristínu Edwald, ekki tilefni til þess að aðhafast frekar vegna málsins. RÚV greindi fyrst frá málinu.

Notkun piparúða gagnrýnd harðlega

Áðurnefnd mótmæli, sem snerust um ástandið fyrir botni miðjarðarhafs, áttu sér stað í Skuggasundi í tilefni af ráðherrafundi. Reyndu mótmælendur meðal annars að hindra för ráðherrabíla.

Lögreglumenn sáu ástæðu til þess að nota piparúða til þess að hafa hemil á mótmælendum og var sú háttsemi gagnrýnd harðlega. Var háttsemin síðan kærð til eftirlitsnefndarinnar.

Nefndin fór yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem og annað myndefni sem meðal annars birtist í fjölmiðlum.

Gengu ekki lengra en nauðsyn krafðist

Er niðurstaða nefndarinnar í grófum dráttum sú að mótmælendur hafi hindrað för ráðamanna frá fundarstaðnum og hafi virt að vettugi ítrekuð fyrirmæli lögreglu um að víkja. Þá hafi lögreglumenn einnig hótað því að piparúða yrði beitt ef að ekki yrði farið að tilmælunum.

Telur nefndin að ekkert í gögnum málsins bendi til þess að háttsemi lögreglumanna hafi verið ámælisverð. Telur nefndin að lögreglan hafi ekki gengið lengra en nauðsyn krafði við störf sín í umrætt sinn og því hafi meðalhófs verið gætt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni