fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Unglingur dæmdur í 8 ára fangelsi – Aðhyllist nýnasisma og ætlaði að gera sjálfsvígsárás á bænahús gyðinga

Pressan
Miðvikudaginn 19. júní 2024 07:30

Mason Reynolds. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Reynolds, 19 ára frá Moulscoomb á Englandi, var dæmdur í 8 ára fangelsi í síðustu viku fyrir að hafa ætlað að gera sjálfsvígsárás á bænahús gyðinga. Hann hugðist festa fjölda rörsprengja á sig sjálfan og sprengja sig í loft upp inni í bænahúsinu.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Reynolds hafi búið hjá foreldrum sínum og er hann sagður hafa verið ósköp venjulegur unglingur.

Saksóknari sagði fyrir dómi að Reynolds sé nýnasisti sem telji að hvíta kynstofninum „sé ætlað að ráða yfir restinni af mannkyninu“. Saksóknarinn sagði einnig að það sé ekki nóg með að Reynolds aðhyllist hugmyndafræði nýnasista, hann hafi verið að undirbúa sig undir að hrinda hugmyndafræðinni í framkvæmd.

Þegar hann var handtekinn fann lögreglan upplýsingar í farsíma hans þar sem hann sagði kominn tíma til aðgerða og að hann ætlaði að enda líf sitt á því að „láta hlutverkaleik verða að alvöru“. Einnig var stutt myndband þar sem Hove bænahúsið var sýnt að utanverðu. Hann hafði upplýsingar um heimilisfangið og hvar eftirlitsmyndavélar eru staðsettar sem og neyðarútgangar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“