fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Bíll Þóris skemmdist illa á bílastæði Isavia sem neitar að bæta tjónið – „Ég reyndi að semja við þá en þeir vildu ekkert gera“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 16. júní 2024 14:55

Bíll Þóris á bílastæði Isavia á Keflavíkurflugvelli. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég reyndi að semja við þá en þeir vildu ekkert gera. Þeir kærðu sig kollótta, hroki þar á bæ,“ segir Þórir Brynjúlfsson, í samtali við DV. Hann varð fyrir tjóni af því að geyma bíl sinn í bílastæði Isavia á Keflavíkurflugvelli í fyrra en vegna vinnubragða verktaka í snjómokstri fraus mikið magn af snjó fast við bílinn. Bremsuleiðslur fóru í sundur í bílnum, handbremsuvírar skemmdust og fleira skemmdist í bílnum við þessa meðferð.

Kostnaður við viðgerð er metinn á 150 til 300 þúsund krónur en Isavía harðneitar að taka þátt í kostnaði. Þórir birti frásögn um málið í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar:

„Fyrir rúmlega ári þegar ég kom erlendis frá, kom ég að bílnum mínum á P1, bílastæði ÍSAVÍA á Keflavíkurflugvelli. Honum var lagt í merktu stæði utarlega á bílastæðinu. Snjó hafði verið mokað upp að og undir bílinn, þannig að vindur lék ekki um hann og blés honum burtu, heldur fraus hann og þrýstist upp í undirvagninn. Ég braut mér leið inn í bílinn með tennisspaða og kom honum í gang en ekki var hægt að setja hann í drive þar sem frosinn snjór þrýsti upp í það. Til að gera langa sögu stutta, þá talaði ég við starfsmenn ÍSAVÍA, þeir sögðust ekkert geta gert að svo stöddu, klukkan var um 23:00 að kvöldi. Ég tók leigubíl í bæinn og sótti bílinn daginn eftir en það tók 3 starfsmenn um 3 til 4 tíma að moka bílinn út. Ýmis ljós voru í mælaborðinu og í ljós kom við skoðun hjá Eðalbílum ehf að ýmislegt var að, sumar bremsuleiðslur í sundur sem hefði geta leidd til þess að bílinn hefði getað orðið bremsulaus, handbremsuvírar skemmdir ofl. og ofl. Kostnaður við viðgerðir metinn á um 150 til 300 þús. krónur ef allt er til talið. ÍSAVÍA neitaði ábyrgð og vísaði á verktakann sem sá um snjómoksturinn.“

Framundan eru málaferli því tryggingafélag verktakans neitar ábyrgð, rétt eins og Isavia:

„Tryggingarfélag verktakans, Grjótagarðar ehf, VÍS ehf neitar ábyrgð, og nú er málið komið til Úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum og býður afrgreiðslu þar. Næsta mál er að kæra ÍSAVÍA og til vara verktakann fyrir skemmdarverk til lögreglu. ÍSAVÍA hefur nánast einokunaraðstöðu á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll og þiggur gjald fyrir en neitar allri ábyrgð á skemmdum á bifreiðum sem lagt er í þeirra stæði, hvernig svo sem til skemmdanna er stofnað. Menn skyldu hafa það í huga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár