fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Pervertískur lögreglumaður sóttur til saka fyrir þátttöku í Only Fans-myndbandi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. júní 2024 20:30

Herman vann leiksigur sem pervertíski lögreglumaðurinn Johnson. Það hefur hins vegar dregið dilk á eftir sér

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sean Herman, lögreglumaður frá Nashville í Tennessee-fylki Bandaríkjanna, hefur verið ákærður af yfirvöldum ytra fyrir að taka þátt í erótísku myndbandi þegar hann var á vakt í heimabæ sínum. Á hann yfir höfði sér fangelsisdóm vegna gjörða sinna.

Málið vakti nokkra athygli í apríl síðastliðnum þegar upp komst um lögreglumanninn pervertíska. Onlyfans-stjarna að nafni Jordin fékk þá Herman til þess að taka þátt í áðurnefndu myndbandi. Gekk það út á það að Herman stöðvaði för bifreiðar Jordin, þar sem hún sat undir stýri. Gekk myndbandið út á það að Herman hugðist sekta Jordin en hún komst hjá sektargreiðslunni með því að leyfa honum að þukla á brjóstum sínum.

Líklega samþykkti Herman að taka þátt í myndbandinu því að hugmyndin var sú að hann myndi ekki þekkjast í myndbandinu. Þegar hann hins vegar beygði sig fram til þess að nálgast brjóst Only Fans-stjörnunnar  dundi ógæfan yfir. Þá sást glitta örstutt í lögreglumerki hans og það nægði glöggum netverjum til þess að finna út hver maðurinn væri.

Yfirmönnum Herman var ekki skemmt og var hann umsvifalaust rekinn með skít og skömm. Við nánari skoðun hefur svo verið ákveðið að frekari aðgerða sé þörf og nú á Herman yfir höfði sér fangelsisdómi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt