Uppátækið hefur klofið fólk í fylkingar. Sumir segja að þetta sé frábær flutningur á meðan aðrir segja Richard skemma fyrir náttúruunnendum sem vilja bara njóta útsýnisins og náttúruperlunnar sem Skógafoss er.
Richard er þekktur fyrir að syngja þekkt lög, sér í lagi popplög, en breyta þeim í eins konar „emo“ rokkútgáfu. Hann er með 768 þúsund fylgjendur á Instagram og 3,9 milljónir fylgjenda á TikTok.
Hér að neðan má heyra hans útgáfu af laginu „Bad Romance“ með Lady Gaga. En hann söng lagið umkringdur lúpínum á Íslandi.
@matriarchmothra A bad romance in the purple lupine. #badromance #ladygaga #emo #cosplay #fyp ♬ original sound – Social Repose
Richard er mikill Íslandsvinur, en þetta var að minnsta kosti önnur heimsókn hans á klakann. Á dögunum fór hann á ferð um landið og kom við hjá Skógafossi til að taka upp myndband.
Hann stóð uppi á borði fyrir framan fossinn og söng lagið „Bad Girl“ með Jojo Siwa.
@matriarchmothra I was a bad girl. #karma #jojosiwa #emo #cosplay #fyp ♬ original sound – Social Repose
Aðdáendur hans eru yfir sig hrifnir af flutningi hans en aðrir eru á því að þetta trufli upplifun annarra af náttúruperlunni.
„Af hverju stoppar fólk ekki og hlustar? Ég myndi bíða þar til þú værir búinn og biðja um mynd,“ sagði einn netverji.
„En gaman fyrir fólkið sem langaði að borða við borðið,“ sagði annar kaldhæðnislega.
„Hugsaðu þér, fólk er að reyna að njóta göngutúrsins á meðan það horfir á fallegan foss… það vill örugglega hoppa fram af,“ sagði annar netverji.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Richard heimsækir Ísland og syngur fyrir framan fossinn. Í mars í fyrra tók hann lagið „Can You Feel My Heart“ með hljómsveitinni Bring Me The Horizon. Það myndband vakti gríðarlega athygli og fékk tæplega 25 milljónir áhorfa á TikTok.
@matriarchmothra Can you feel my heart? #bmth #canyoufeelmyheart #emo #goth #cosplay #fyp ♬ original sound – Social Repose