fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

71 árs Legoþjófur handtekinn – Stal rúmlega 2.800 kössum af sjaldgæfu og dýru Lego

Pressan
Fimmtudaginn 13. júní 2024 04:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum handtók nýlega Richard Siegel, 71 árs, og Blanca Gudino, 39 ára, en þeir eru grunaðir um stórfelldan þjófnað á Lego úr verslunum víða í Kaliforníu. Lögreglan fann rúmlega 2.800 Legokassa á heimili Siegel.

People segir að í tilkynningu frá lögreglunni komi fram að félagarnir hafi stolið Legokössum, að verðmæti allt frá 20 dollurum upp í rúmlega 1.000 dollar, úr verslunum víða í Kaliforníu.

Þegar lögreglan gerði húsleit á heimili Siegel komu nokkrir áhugasamir kaupendur þangað en þeir höfðu séð auglýsingar frá honum á sölusíðum á Internetinu.

Rannsókn málsins hófst eftir að verslunareigandi í San Pedro tilkynnti um nokkra þjófnaði í desember á síðasta ári. Voru kennsl borin á Gudino í tengslum við þá þjófnaði.

Í byrjun mánaðar sáu lögreglumenn Gudino stela úr verslunum í Torrance og Lakewood og fara síðan með kassana heim til Siegel á Long Beach.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað