fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Pressan

71 árs Legoþjófur handtekinn – Stal rúmlega 2.800 kössum af sjaldgæfu og dýru Lego

Pressan
Fimmtudaginn 13. júní 2024 04:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum handtók nýlega Richard Siegel, 71 árs, og Blanca Gudino, 39 ára, en þeir eru grunaðir um stórfelldan þjófnað á Lego úr verslunum víða í Kaliforníu. Lögreglan fann rúmlega 2.800 Legokassa á heimili Siegel.

People segir að í tilkynningu frá lögreglunni komi fram að félagarnir hafi stolið Legokössum, að verðmæti allt frá 20 dollurum upp í rúmlega 1.000 dollar, úr verslunum víða í Kaliforníu.

Þegar lögreglan gerði húsleit á heimili Siegel komu nokkrir áhugasamir kaupendur þangað en þeir höfðu séð auglýsingar frá honum á sölusíðum á Internetinu.

Rannsókn málsins hófst eftir að verslunareigandi í San Pedro tilkynnti um nokkra þjófnaði í desember á síðasta ári. Voru kennsl borin á Gudino í tengslum við þá þjófnaði.

Í byrjun mánaðar sáu lögreglumenn Gudino stela úr verslunum í Torrance og Lakewood og fara síðan með kassana heim til Siegel á Long Beach.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans