fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Reyndi að kúga milljónir út úr konu sem hann rændi og beitti kynferðislegu ofbeldi

Pressan
Fimmtudaginn 13. júní 2024 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á á fimmtudag í síðustu viku var 29 ára karlmaður framseldur frá Viktoríuríki í Ástralíu til New South Wales ríkis. Hann er grunaður um að hafa reynt að kúga milljónir út úr konu sem hann hafði áður rænt og beitt kynferðislegu ofbeldi.

The Guardian segir að maðurinn, sem heitir Yanyu Mu, hafi verið handtekinn í Melbourne á fimmtudaginn og nær strax framseldur til Sydney.

Lögreglan telur að hann sé forsprakki hóps karla sem neyddi 36 ára konu inn í bíl í Sydney í apríl.

Daginn eftir sagði hún lögreglunni að henni hefði verið byrluð ólyfjan og beitt kynferðislegu ofbeldi. Hún var flutt á sjúkrahús í kjölfarið og lögreglan hóf að rannsaka málið.

Lögreglan fann fatnað hennar, lyf og fjötra, sem eru taldir hafa verið notaðir á konuna, í ruslatunnu við hús í Eastwood í Sydney, ekki fjarri þeim stað þar sem hún var numin á brott.

Mu hefur verið ákærður fyrir að hafa beitt konuna kynferðislegu ofbeldi í samvinnu við fleiri, að hafa byrlað henni ólyfjan og að hafa stýrt aðgerðum hópsins.

Hann á einnig yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa tekið kynferðisofbeldið upp og að hafa hótað konunni að birta upptökurnar nema hún greiddi honum sem nemur 27 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið