fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Lögreglan amast við fólki sem nýtur veitinga á útisvæðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. júní 2024 14:50

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir stuttu greindi Vísir.is frá því að lögregla hefði rekið gesti á Kaffibrennslunni í miðborginni af útisvæði staðarins. Ástæðan var sú að staðurinn var ekki með tilskilin leyfi til veitinga utandyra.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að hún hafi að undanförnu haft eftirlit með veitingastöðum og kannað hvort þeir hafi leyfi til útiveitinga. Segir í tilkynningunni að víða skorti á tilskilin leyfi. Er jafnframt sagt að veitingamenn hafi tekið afskiptum lögreglunnar vel. Tilkynningin er eftirfarandi:

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga haft eftirlit með veitingastöðum og kannað sérstaklega hvort umræddir staðir hafi leyfi til útiveitinga. Með hækkandi sól vilja gestir gjarnan njóta matar og drykkja utandyra við veitingastaði, en til að svo sé heimilit þarf slíkt að vera tilgreint á útgefnu rekstrarleyfi veitingastaða. Í þeim efnum virðist víða vera pottur brotinn, en athugasemdir hafa verið gerðar á um helmingi veitingastaðanna, sem lögreglan hefur heimsótt undanfarið. Sérstaklega hefur þetta verið áberandi með áfengi, en þess hefur gjarnan verið neytt á útisvæðum veitingastaða án þess að leyfi sé fyrir hendi. Samhliða rekstrarleyfi til útveitinga þarf að liggja fyrir starfsleyfi frá heilbrigðisyfirvöldum og afnotaleyfi sveitarfélags vegna borgar/bæjarlands ef það á við. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fer með stjórnsýsluákvarðanir í málum sem varðar brot á rekstrarleyfi. Við slíkum brotum liggur sekt og/eða tímabundin svipting leyfis.

Veitingamenn hafa tekið afskiptunum vel, en þeim hefur jafnframt verið góðfúslega bent á að sækja um leyfi til útiveitinga hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu – leyfi@syslumenn.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta