fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Neanderdalsmenn gátu talað – Hversu þróað var tungumál þeirra?

Pressan
Sunnudaginn 16. júní 2024 17:30

Neanderdalskona. Mynd:University of Cambridge; BBC Studios/Jamie Simonds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neanderdalsmenn gátu talað en hversu þróað var tungumál þeirra og hversu þróaður var málskilningur þeirra?

Þetta eru spurningar, auk fjölda annarra, sem heilla marga vísindamenn og almenning og skipta miklu máli í umræðunni um tegundina Homo. Homo er breið skilgreining á mönnum og ættingjum þeirra. Neanderdalsmenn skipta einnig miklu máli þegar kemur að því að skilja hversu einstök eða öðruvísi tegundin okkar, Homo sapiens, er.

Fjallað var um þetta í The Conversation nýlega. Þar kemur fram að nútímamenn og Neanderdalsmenn eigi sameiginlegan forföður sem var uppi fyrir um 600.000 árum. Neanderdalsmenn þróuðust í Evrópu en beinir forfeður okkar nútímamanna í Afríku. Síðan færðu forfeður okkar sig yfir til Evrópu og þar hittust tegundirnar og blönduðust.

Neanderdalsmenn dóu út fyrir um 40.000 árum en við tókum heiminn yfir og döfnuðum. Lengi hefur verið rætt um hvort það hafi haft áhrif á þessa þróun að tungumál tegundanna voru mismunandi.

Heilar tegundanna eru mismunandi á lykilsviðum. Til dæmis getum við nútímamenn sett fram abstrakt og flóknar hugmyndir með myndlíkingum, getum borið tvo óskylda hluti saman. Til að þetta gæti orðið að veruleika varð heili okkar öðruvísi en heili Neanderdalsmanna.

Sumir sérfræðingar, sem hafa rannsakað beinagrindur Neanderdalsmanna og annað sem þeim tengist, telja að mikill munur hafi verið á tegundunum en aðrir telja að enginn munur hafi verið til staðar. Enn aðrir fara milliveginn.

Ný líffræðileg gögn benda til að Neanderdalsmenn hafi verið með raddbönd og heyrn svipaða okkar. Þetta bendir til að þeir hafi getið átt samskipti með talmáli.

Gen Neanderdalsmanna hafa fundist í tegundinni okkar en það staðfestir að tegundirnar hafi átt samskipti og eignast afkvæmi. Það bendir til að þær hafi getað átt samskipti sín á milli, félagsleg og annars konar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun