fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Óhugnanlegt kynferðisbrot til rannsóknar í Hafnarfirði – Erlendur togari kyrrsettur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. júní 2024 18:18

Frá Hafnarfirði. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV hefur grænlenskur togari verið kyrrsettur í Hafnarfjarðarhöfn vegna rannsóknar lögreglu á kynferðisbroti.

Seint í gærkvöld fannst kona illa haldin á Óseyrarbraut og hafði henni verið nauðgað. Málið tengist ónefndum bar í Hafnarfirði þar sem ball var haldið í gærkvöld, að því leyti að konan var að skemmta sér þar í gærkvöld og þar var einnig áhöfn erlends togara sem hefur verið kyrrsettur.

Ekki náðist samband við lögreglu við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Samkvæmt frétt RÚV er togarinn sem um ræðir grænlenski frystitogarinn Polar Nanoq og hefur einn skipverji á togaranum verið handtekinn, grunaður um brotið. Samkvæmt heimildum RÚV er maðurinn grunaður um að hafa farið með þolandann, konu, um borð í skipið í nótt og brotið á henni.

Togarinn Polar Nanoq hefur áður komist í fréttir hér á landi, en skipverji þar, Thomas Møller Olsen, var fundinn sekur um morðið á Birnu Brjánsdóttur árið 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir