fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Ósáttur við Bílastæðasjóð: Sektaður en var alls ekki á staðnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. júní 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður grárrar jeppabifreiðar fékk sekt fyrir skemmstu vegna stöðvunarbrots frá Bílastæðasjóði Reykjavíkurborgar.

Þetta þótti manninum skrýtið, enda var bifreið hans í Kópavogi þegar meint brot var framið og þá var myndin af hinum brotlega bíl af hvítri Suzuki Swift-fólksbifreið.

Morgunblaðið segir frá þessu máli í dag en mistök Bílastæðasjóðs má sennilega rekja til þess að bílnúmer bílanna tveggja eru lík. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að fulltrúi bílastæðasjóðs hafi engu að síður mælt með greiðslu sektarinnar og fór ökumaðurinn að þeim ráðum þó augljóst væri að hann hefði ekkert stöðubrot framið.

Bent er á það að sektin hafi borist á föstudegi og verið greitt á sunnudegi. Það var svo miðvikudaginn 22. maí að manninum var sagt að sektin yrði endurgreidd – en rúmum hálfum mánuði síðar bólar ekkert á endurgreiðslunni.

Maðurinn gagnrýnir þetta fyrirkomulag í samtali við Morgunblaðið. Hart sé lagt að fólki að greiða sektir sem ekki eiga rétt á sér en á sama tíma taki langan tíma að fá þær endurgreiddar. Í frétt blaðsins er haft eftir fulltrúa bílastæðasjóðs að gjaldið sé endurgreitt þegar endurupptökubeiðni hefur verið samþykkt og réttar upplýsingar liggja fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Í gær

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“