fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Ósáttur við Bílastæðasjóð: Sektaður en var alls ekki á staðnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. júní 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður grárrar jeppabifreiðar fékk sekt fyrir skemmstu vegna stöðvunarbrots frá Bílastæðasjóði Reykjavíkurborgar.

Þetta þótti manninum skrýtið, enda var bifreið hans í Kópavogi þegar meint brot var framið og þá var myndin af hinum brotlega bíl af hvítri Suzuki Swift-fólksbifreið.

Morgunblaðið segir frá þessu máli í dag en mistök Bílastæðasjóðs má sennilega rekja til þess að bílnúmer bílanna tveggja eru lík. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að fulltrúi bílastæðasjóðs hafi engu að síður mælt með greiðslu sektarinnar og fór ökumaðurinn að þeim ráðum þó augljóst væri að hann hefði ekkert stöðubrot framið.

Bent er á það að sektin hafi borist á föstudegi og verið greitt á sunnudegi. Það var svo miðvikudaginn 22. maí að manninum var sagt að sektin yrði endurgreidd – en rúmum hálfum mánuði síðar bólar ekkert á endurgreiðslunni.

Maðurinn gagnrýnir þetta fyrirkomulag í samtali við Morgunblaðið. Hart sé lagt að fólki að greiða sektir sem ekki eiga rétt á sér en á sama tíma taki langan tíma að fá þær endurgreiddar. Í frétt blaðsins er haft eftir fulltrúa bílastæðasjóðs að gjaldið sé endurgreitt þegar endurupptökubeiðni hefur verið samþykkt og réttar upplýsingar liggja fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“