fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Veðurstofan uppfærir viðvaranir í sex landshlutum – Orðið appelsínugult

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. júní 2024 15:30

Veðrið verður verst norðanlands og austanlands. Mynd/Veðurstofa Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofa Íslands hefur uppfært veðurviðvaranir vegna óveðursins í vikunni. Áður var gul viðvörun á öllu landinu en nú hefur verið uppfært í appelsínugula viðvörun í sex landshlutum.

Um er að ræða Norðurland vestra og eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendið. Djúp lægð kemur upp að landinu norðaustanverðu með langvinnu roki og úrkomu, bæði rigningu og jafn vel snjókomu.

Fyrstu viðvaranirnar taka gildi á morgun, mánudaginn 3. júní klukkan 17:00. Síðustu viðvaranirnar detta úr gildi á miðnætti 6. júní.

Búist er við mesta hvassveðrinu á Suðausturlandi, allt að 25 metrum á sekúndu. Hviður fara mögulega í allt að 35 metra á sekúndu.

Bændur eru hvattir til að huga að búfénaði og koma þeim í skjól. Vegfarendur eru jafnframt hvattir til þess að fylgjast með upplýsingasíðum Vegagerðarinnar sem og Veðurstofunnar á www.vegag.is og www.vedur.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“